fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
433Sport

Stjórinn baunar á hegðun skotmarks Liverpool

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 4. ágúst 2025 10:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eddie Howe, stjóri Newcastle, virðist ekki allt of sáttur með hegðun Alexander Isak undanfarið, en Svíinn reynir að koma sér burt frá félaginu og til Liverpool.

Isak vill ólmur fara til Englandsmeistaranna eftir frábært gengi sitt hjá Newcastle. Félagið vill þó himinnháa upphæð fyrir leikmanninn. Hefur verið talað um 150 milljónir punda.

Isak hefur æft einn undanfarið og fengið að nota aðstöðu Real Sociedad, síns fyrrum félags.

„Þú þarft að vinna þér inn réttinn til að æfa með okkur. Leikmaðurinn ber ábyrgð og þú þarft að haga þér. Enginn getur hagað sér illa og ætlað sér að æfa aftur með hópnum eins og ekkert hafi í skorist,“ segir Howe.

„Ég myndi auðvitað vilja hafa hann hér en ég veit ekki hvort það verði raunin. En ég er með hausinn hér og tímamismunurinn er mikill svo það er annað fólk að sjá um þessi mál heima,“ segir stjórinn enn fremur, en Newcastle hefur verið á ferðalagi um Asíu á undirbúningstímabilinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Er þetta arftaki Salah á Anfield?

Er þetta arftaki Salah á Anfield?
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Staðfesta sorglegt andlát – Var þekkt nafn á svæðinu

Staðfesta sorglegt andlát – Var þekkt nafn á svæðinu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ummæli leikmanns City um Salah eftir leik í gær vekja athygli

Ummæli leikmanns City um Salah eftir leik í gær vekja athygli
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gleymdu að slökkva á hljóðnema Rooney – Hlustaðu á umræðuna sem átti aldrei að fara í loftið

Gleymdu að slökkva á hljóðnema Rooney – Hlustaðu á umræðuna sem átti aldrei að fara í loftið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Líklegt byrjunarlið Íslands í Baku á fimmtudag – Leitar Arnar í það sem virkaði síðast?

Líklegt byrjunarlið Íslands í Baku á fimmtudag – Leitar Arnar í það sem virkaði síðast?
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Messi heimsótti heimavöll Barcelona í skjóli nætur – „Í gærkvöldi sneri ég aftur á stað sem ég sakna af öllu hjarta“

Messi heimsótti heimavöll Barcelona í skjóli nætur – „Í gærkvöldi sneri ég aftur á stað sem ég sakna af öllu hjarta“
433Sport
Í gær

Fullyrða báðir að krísuástand sé hjá Liverpool – Carragher nefnir leikmann sem bera mikla ábyrgð á því

Fullyrða báðir að krísuástand sé hjá Liverpool – Carragher nefnir leikmann sem bera mikla ábyrgð á því
433Sport
Í gær

Á von á dómi og viðurkennir að hafa deilt myndefni af ólögráða einstaklingum

Á von á dómi og viðurkennir að hafa deilt myndefni af ólögráða einstaklingum