Ný þriðja treyja Arsenal var opinberuð í dag og hefur hún vakið mikla lukku knattspyrnuaðdáenda.
Treyjan er hvít með vínrauðu og gylltu í. Sækir hún innblástur í varatreyju félagsins frá því tímabilið 2007-2008.
Knattspyrnuáhugamenn hrósa Arsenal og Adidas í hástert fyrir nýju treyjuna, sem má sjá hér að neðan.