Alejandro Garnacho virðist á leið til Chelsea frá Manchester United.
Kantmaðurinn er ekki inni í myndinni hjá Ruben Amorim á Old Trafford og hefur Chelsea áhuga á að fá hann.
Garnacho ýtti vel undir orðrómana um sig og Chelsea með því að setja like við færslu Fabrizio Romano um að félagið væri á eftir honum og Xavi Simons hjá RB Leipzig.
Hinn 21 árs gamli Garnacho var ungur kominn inn í aðallið United en hlutverk Argentínumannsins hefur minnkað með komu Amorim í stjórastólinn.