Forseti Rayo Vallecano grínaðist með að fá Cristiano Ronaldo í viðtali á Spáni.
Hinn fertugi Ronaldo er á förum frá sádiarabíska liðinu Al-Nassr, en hann verður samningslaus í sumar.
Talið er að Portúgalinn vilji spila þar til hann skorar þúsund mörk á ferlinum, en hann vantar 60 mörk upp á.
Hann hefur verið orðaður við önnur félög í Sádí, Tyrklandi og heimalandinu svo dæmi séu tekin en Raul Presa, forseti Vallecano, vill fá hann aftur til Spánar, þar sem hann sló í gegn með Real Madrid fyrr á ferlinum.
„Ef ég sé að það er möguleiki á að fá Ronaldo mun ég halda á honum hingað,“ sagði hann léttur í bragði