Samkvæmt fréttum á Ítalíu er forráðamenn Fiorentina að velta því fyrir sér hvort félagið eigi að kaupa Albert Guðmundsson í sumar.
Albert var á láni hjá Fiorentina í ár en félagið getur keypt hann á 17 milljónir evra í sumar.
Segir í fréttum að ákvörðun um framtíð Alberts verði tekin á fundi sem stjórn félagsins hefur boðað í vikunni, þjálfari liðsins verður með á þeim fundi.
Albert átti marga góða spretti með Fiorentina í vetur en meiðsli hindruðu aðeins að hann næði flugi til lengri tíma.
Svo gæti farið að Fiorentina myndi reyna að kaupa Albert á lægra verði og fara í samtal við Genoa um það.
#Fiorentina don’t seem convinced to trigger the option to buy for Michael #Folorunsho (€8M + 1M as bonuses to #Napoli) and Albert #Gudmundsson (€17M to #Genoa). Expected a meeting between Viola’s management and coach Raffaele #Palladino this week to take the final decisions
— Nicolò Schira (@NicoSchira) May 27, 2025