fbpx
Þriðjudagur 28.október 2025
433Sport

Brjálaður eftir að þessir tveir voru ekki tilnefndir til verðlauna á tímabilinu – ,,Þetta er skandall“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 25. maí 2025 19:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Amine Gouiri er nafn sem einhverjir kannast við en hann spilar með Marseille í Frakklandi.

Gouiri hefur baunað hressilega á franska knattspyrnusambandið fyrir það að tilnefna ekki Roberto de Zerbi, stjóra liðsins, til verðlauna eftir að tímabilinu lauk.

De Zerbi var að klára sitt fyrsta tímabil með Marseille og hafnaði liðið í öðru sæti á eftir aðeins stórliði Paris Saint-Germain.

,,De Zerbi er frábær stjóri og það er skandall að hann hafi ekki verið tilnefndur til verðlauna af sambandinu,“ sagði Gouiri.

,,Allir vilja meina að það sé eðlilegt að ná öðru sætinu með þessum leikmannahópi en þetta er hans fyrsta tímabil í Ligue 1 – hann þekkti ekki deildina. Hann er með nýtt lið og það sem hann hefur gert er frábært.“

Gouiri hélt áfram og ræddi Mason Greenwood, framherja liðsins, sem var ekki tilnefndur til verðlauna líkt og Ítalinn.

,,Það má segja það sama um það, þetta er skandall. Hann er markahæstur í deildinni og er heimsklassa framherji.“

,,Að spila með honum er frábært og hann þurfti lítinn sem engan tíma til að aðlagast.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sádarnir kynna ótrúlega hugmynd – Völlur sem yrði byggður ofan á skýjakljúf

Sádarnir kynna ótrúlega hugmynd – Völlur sem yrði byggður ofan á skýjakljúf
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Lið á Englandi skoða stöðu Vinícius Junior eftir hegðun hans um helgina

Lið á Englandi skoða stöðu Vinícius Junior eftir hegðun hans um helgina
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Josep Martinez grunaður um að hafa valdið banaslysi

Josep Martinez grunaður um að hafa valdið banaslysi
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Búist við að stóri dómurinn yfir City falli í næsta landsleikjafríi

Búist við að stóri dómurinn yfir City falli í næsta landsleikjafríi
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Líklegt að De Bruyne verði frá í nokkra mánuði

Líklegt að De Bruyne verði frá í nokkra mánuði
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þetta í fari Salah og Van Dijk er áhyggjuefni fyrir Liverpool að mati Wayne Rooney

Þetta í fari Salah og Van Dijk er áhyggjuefni fyrir Liverpool að mati Wayne Rooney