FH 2 – 0 Breiðablik
1-0 Björn Daníel Sverrisson(’45)
2-0 Sigurður Bjartur Hallsson(’67)
Lokaleik helgarinnar í Bestu deild karla var að ljúka en stórlið áttust við á Kaplakrikavelli klukkan 19:15.
FH vann þar sinn þriðja sigur í deild á tímabilinu og lyfti sér upp í sjöunda sæti deildarinnar og er með tíu stig eftir átta leiki.
FH mætti Íslandsmeisturum Breiðabliks að þessu sinni og hafði betur 2-0 og voru Blikar að tapa sínum öðrum leik í sumar.
Blikar eru í þriðja sæti með 16 stig, einu stigi á eftir Víkingum og þá með jafn mörg stig og Vestri sem er þó með mun betri markatölu.