Það er óhætt að segja að nýtt hybrid-gras á Laugardalsvelli komi vel út, en það er stefnt að því að taka það í notkun í næsta mánuði.
Nýja grasið tekur við af hefðbundnu grasi og er svo hægt sé að nota Laugardalsvöll stærri hluta ársins. Hafa undanfarin ár sýnt fram á algjöra nauðsyn þess.
Undirritaður tók meðfylgjandi myndband af vallarfletinum í dag, eins og sjá má hér að neðan.
Fyrsti leikurinn á grasinu verður að óbreyttu hjá kvennalandsliðinu gegn Frakklandi í Þjóðadeildinni í byrjun næsta mánaðar.