fbpx
Föstudagur 24.október 2025
433Sport

Arnar Gunnlaugs: „Fórnin var ansi stór, ég er ekki að gera þetta að gamni mínu“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 16. maí 2025 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, valdi hóp fyrir komandi vináttuleiki gegn Skotum og Norður-Írum ytra í næsta mánuði í dag. Hann ræddi við 433.is í kjölfarið.

Ísland spilaði sína fyrstu leiki undir stjórn Arnars gegn Kósóvó í Þjóðadeildinni í mars. Fór það ekki vel og tapaði Ísland samtals 5-2 og féll niður í C-deild keppninnar.

„Það var mjög erfitt. Vanalega færðu góðan tíma með þínum leikmönnum til að skoða hvað fór úrskeiðis. Þú vilt það til að það verði framfarir á sem skemmstum tíma. Það er erfitt að tapa leikjum en við lítum á það jákvæða og tökum það með okkur inn í næsta glugga,“ sagði Arnar í Laugardalnum í dag.

video
play-sharp-fill

Leikmenn þurftu að læra nýja hluti og læra þá hratt eftir að Arnar tók við og allt snýst þetta um að hafa liðið klárt fyrir undankeppni HM í haust.

„Við erum að breyta leikstílnum allverulega. Við erum að fara þá leið að geta verið aðeins meira með boltann en að sama skapi þurfum við að verjast eins og lið. Þetta er tækifæri til að stíga aðeins stærra skref. Ég hef aldrei falið þá staðreynd að það er erfitt að tapa leikjum. Ef við þurftum að byrja einhvers staðar var það í þessum Kósóvó leikjum. Fórnin var ansi stór, sambandið varð af góðum tekjum og við töpuðum tveimur landsleikjum, ég er ekki að gera þetta að gamni mínu.“

Ítarlegt viðtal við Arnar er í spilaranum.

Meira
Nýr landsliðshópur Arnars vekur athygli: Anton Ari fær kallið – Albert og Aron Einar með

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Messi gerir nýjan þriggja ára samning við Miami – Verður þar til 41 árs

Messi gerir nýjan þriggja ára samning við Miami – Verður þar til 41 árs
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Íhugaði að gefast upp og leita á annan vettvang – „Ég fann enga gleði“

Íhugaði að gefast upp og leita á annan vettvang – „Ég fann enga gleði“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ólafur Ingi: „Slökkvið á sjónvarpinu og drífið ykkur“

Ólafur Ingi: „Slökkvið á sjónvarpinu og drífið ykkur“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Hemmi Hreiðars sagður færast nær því að taka við

Hemmi Hreiðars sagður færast nær því að taka við
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Telur að draumurinn sé úr sögunni þar sem hann fær hvergi tækifæri

Telur að draumurinn sé úr sögunni þar sem hann fær hvergi tækifæri
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þeir sem nota ólögleg streymi til að horfa á íþróttir fá áfall – Nýjar breytingar gera þetta mjög erfitt

Þeir sem nota ólögleg streymi til að horfa á íþróttir fá áfall – Nýjar breytingar gera þetta mjög erfitt
Hide picture