fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433Sport

Verður líklegast áfram á Englandi

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 14. maí 2025 18:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jack Grealish er líklega á förum frá Manchester City en má þó búast við að hann verði áfram á Englandi.

Hinn 29 ára gamli Grealish er ekki fastamaður í liði Pep Guardiola, en hann er með 3 mörk og 5 stoðsendingar í 31 leik á leiktíðinni.

Talið er að hann vilji leita annað í sumar og er City opið fyrir að selja hann.

Sem stendur er talið líklegast að Tottenham hreppi leikmanninn, en hann er einnig orðaður við West Ham og sitt fyrrum félag Aston Villa í enskum miðlum. Loks hafa félög í Sádi-Arabíu verið að fylgjast með Grealish.

Grealish var keyptur til City frá Villa árið 2021 á 100 milljónir punda en hefur ekki staðið undir þeim verðmiða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Líkur á að Nuno verði rekinn – Er óhress og Ange er nefndur til sögunnar

Líkur á að Nuno verði rekinn – Er óhress og Ange er nefndur til sögunnar
433Sport
Í gær

Tilbúnir að borga það sem United vill en Antony er ekki sannfærður

Tilbúnir að borga það sem United vill en Antony er ekki sannfærður