Manchester United hefur átt samtal við Antoine Semenyo framherja Bournemouth. Talksport segir frá.
Semenyo er iðulega að leika fyrir aftan fremsta mann en hann er 25 ára gamall.
Semenyo er frá Ghana og hefur átt mjög gott tímabil í öflugu liði Bournemouth.
Vitað er að Manchester United er að leita að sóknarmönnum og er Semenyo einn af þeim sem er á blaði.
Semenyo kom til Bournemouth árið 2023 og hefur spilað 77 leiki í ensku úrvalsdeildinni.