Leny Yoro, Matthijs de Ligt og Ayden Heaven voru allir fjarverandi þegar Manchester United æfði í dag.
United er að fara í úrslitaleik Evrópudeildarinnar eftir viku og líklegt er að Amorim myndi vilja byrja með bæði Yoro og De Ligt.
Allir þrír eru miðverðir og því ljóst að United mun finna vel fyrir því ef þeir ná ekki heilsu.
United mætir Chelsea í ensku deildinni á föstudag og ólíklegt að nokkur þeirra verði klár í slaginn.
Það er þó enn von um að Yoro geti spilað gegn Tottenham eftir viku og De Ligt er sagður eiga veika von um að ná heilsu.