fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433Sport

Segja samkomulag í höfn um verðmiða á Gyokeres – Mun lægri en flestir bjuggust við

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 14. maí 2025 21:00

Gyokeres Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breski miðillinn Mirror segir Arsenal og Sporting þegar hafa náð samkomulagi um framherjann Viktor Gyokeres fyrir sumargluggann.

Svíinn hefur verið orðaður við mörg stórlið undanfarið, en hann hefur skorað 95 mörk í 100 leikjum síðan hann gekk í raðir Sporting.

Þrátt fyrir það segir Mirror að Arsenal og Sporting hafi náð saman um aðeins 60 milljóna punda kaupverð á Gyokeres.

Þó kemur fram að verðmiðinn geti hækkað ef barist verður um leikmanninn, en Gyokeres yrði einn launahæsti leikmaður Arsenal með um 200 þúsund pund á viku.

Það er í algjörum forgangi hjá Andrea Berta, nýjum yfirmanni knattspyrnumála hjá Arsenal, að sækja nýjan framherja fyrir sumarið. Það hefur verið vandræðastaða hjá liðinu.

Benjamin Sesko hjá RB Leipzig hefur einnig verið sterklega orðaður við Arsenal.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Líkur á að Nuno verði rekinn – Er óhress og Ange er nefndur til sögunnar

Líkur á að Nuno verði rekinn – Er óhress og Ange er nefndur til sögunnar
433Sport
Í gær

Tilbúnir að borga það sem United vill en Antony er ekki sannfærður

Tilbúnir að borga það sem United vill en Antony er ekki sannfærður