fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433Sport

Börsungar til í að losa átta – Voru áður í lykilhlutverki

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 14. maí 2025 17:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Barcelona ætlar að stokka nokkuð vel upp í leikmannahópi sínum í sumar þrátt fyrir flott tímabil og gætu allt að átta leikmenn farið. Spænska blaðið Sport segir frá þessu.

Börsungar eru á toppi La Liga með 7 stiga forskot á Real Madrid þegar aðeins þrjár umferðir eru eftir. Þá hefur liðið þegar landað bikarmeistaratitlinum á leiktíðinni.

Það gætu þó orðið breytingar á hópnum í sumar, en eins og frægt er þarf Barcelona að selja leikmenn til að búa til fjárhagslegt svigrúm vegna vandræða sinna á þeim vettvangi.

Sport segir að menn eins og Inaki Pena, Hector Fort, Fermin Lopez, Pablo Torre, Pau Victor, Ronald Araujo, Ansu Fati og Gavi gætu allir farið, en þeir þrír síðarnefndu hafa áður verið í stóru hlutverki hjá Barcelona.

Þá kemur fram í sama fréttaflutningi að Barcelona sé þó til í að skoða tilboð í alla leikmenn sína, að einum undanskildum, er það hinn magnaði Lamine Yamal.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Líkur á að Nuno verði rekinn – Er óhress og Ange er nefndur til sögunnar

Líkur á að Nuno verði rekinn – Er óhress og Ange er nefndur til sögunnar
433Sport
Í gær

Tilbúnir að borga það sem United vill en Antony er ekki sannfærður

Tilbúnir að borga það sem United vill en Antony er ekki sannfærður