fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
433Sport

Það versta hjá United í yfir 60 ár – Geta enn slegið þetta vafasama met

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 12. maí 2025 14:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skelfilegt tímabil Manchester United hélt áfram í gær þegar liðið tapaði 0-2 gegn West Ham á heimavelli.

United er í 16. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og getur þakkað slökum nýliðum deildarinnar fyrir það að falldraugurinn ógni þeim hreinlega ekki nú þegar tveimur umferðum er ólokið.

Þetta var níunda tap United á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni og er það versti árangur liðsins síðan 1962-1963, en þá tapaði liðið einnig níu leikjum á heimavelli. Það sama gerðist 1930-1931 og 1933-1934.

United á enn heimaleik eftir, í lokaumferðinni gegn Aston Villa, og getur því slegið þetta afar vafasama met þar.

Ótrúlegt en satt geta Rauðu djöflarnir þó enn bjargað tímabilinu með því að vinna Evrópudeildina og landa um leið Meistaradeildarsæti, en liðið mætir Tottenham í úrslitaleik í næstu viku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Tók bara við starfinu vegna Ronaldo

Tók bara við starfinu vegna Ronaldo
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Játar að hafa slegið stórstjörnuna í andlitið – Dæmdur í langt bann

Játar að hafa slegið stórstjörnuna í andlitið – Dæmdur í langt bann
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Setja miðjumann Aston Villa efstan á óskalista

Setja miðjumann Aston Villa efstan á óskalista
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Haukar semja við markvörð sem Liverpool hafði áhuga á

Haukar semja við markvörð sem Liverpool hafði áhuga á
433Sport
Í gær

Staðfestir félagaskipti til Arsenal

Staðfestir félagaskipti til Arsenal
433Sport
Í gær

Jackson orðaður við Manchester United

Jackson orðaður við Manchester United