fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
433Sport

Baunar á stuðningsmenn Arsenal og segir stemninguna vera enga: Mættu með ‘skelfilegan borða’ – ,,Sjö ára barnið mitt hefði gert þetta“

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 1. maí 2025 14:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gabby Agbonlahor, fyrrum leikmaður Aston Villa, var harðorður í garð stuðningsmanna Arsenal er hann ræddi leik liðsins við PSG í vikunni.

PSG kom sá og sigraði 0-1 á Emirates og er í mjög góðri stöðu fyrir seinni leikinn í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.

Agbonlahor segir að það hafi verið engin stemning á Emirates og baunaði þá sérstaklega á stóran borða sem stuðningsmenn hengdu upp fyrir leik.

,,Stuðningsmenn Arsenal… Koma svo! Stjórinn er að flytja stóru ræðuna, látið í ykkur heyra.. Þessi borði, ég veit ekki hvað þetta var. Hann var skelfilegur,“ sagði Agbonlahor.

,,Þetta minnti mig á eitthvað sem sjö ára barnið mitt hefði gert fyrir eitthvað verkefni í skólanum. Þetta var vandræðalegt.“

,,Það heyrðist ekkert í þeim. Ég sat þarna og horfði á leikinn og beið eftir því að þeir kæmust í gang. Þetta eru undanúrslit Meistaradeildarinnar.“

,,Þurfa þeir mann á bakvið tjöldin með hátalara sem segir þeim að syngja?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Stórsigur í vændum á Emirates?

Langskotið og dauðafærið – Stórsigur í vændum á Emirates?
433Sport
Í gær

Forsetinn biðlar til Real Madrid

Forsetinn biðlar til Real Madrid
433Sport
Í gær

Amorim gefst upp á Baleba og horfir norður í land

Amorim gefst upp á Baleba og horfir norður í land
433Sport
Í gær

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð
433Sport
Í gær

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl