fbpx
Fimmtudagur 08.maí 2025
433Sport

Lygilegar lýsingar frá kvöldinu fyrir brúðkaupið – Horfði á allsberar konur og endaði í fangaklefa

433
Miðvikudaginn 19. mars 2025 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Markvörðurinn Mark Bosnich átti skrautlegan feril utan vallar. Árið 1999 var hann á mála hjá Aston Villa og að fara að gifta sig. Brúðkaupsdagurinn byrjaði heldur skrautlega.

The Upshot rifjaði þetta upp.

Bosnich giftist Sarah Jarrett og hélt steggjapartí kvöldið fyrir brúðkaupið. Þangað mættu menn á borð voið Dwight Yorke, en þeir voru liðsfélagar hjá Manchester United um tíma.

Vinirnir áttu skrautlegt kvöld og fóru meðal annars á strippklúbb. Þaðan fóru þeir um hálf tvö um nóttina en þá greip ljósmyndari ensku pressunnar Bosnich.

Bosnich brást hinn versti við og kýldi ljósmyndarann í andlitið. Hann tók myndavélina einnig af honum og dreif sig í leigubíl.

Maðurinn hringdi í lögregluna og náðist Bosnich. Hann var handtekinn og þurfti að gista í fangaklefa.

Bosnich lofaði að skila myndavélinni og klukkan 10:30 að morgni brúðkaupsins var honum sleppt. Hann mætti svo eins og ekkert hefði í skorist og gifti sig.

Því miður fyrir Bosnich entist hjónabandið þó aðeins í rúmt ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Skuggalegar óeirðir í París í gærkvöldi – Keyrt yfir fólk og eldar loguðu

Skuggalegar óeirðir í París í gærkvöldi – Keyrt yfir fólk og eldar loguðu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Rashford ræður sér nýjan umboðsmann í von um að draumurinn rætist í sumar

Rashford ræður sér nýjan umboðsmann í von um að draumurinn rætist í sumar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Talið að rosalegt sumar sé framundan í Sádí – Þessi nöfn eru á blaði

Talið að rosalegt sumar sé framundan í Sádí – Þessi nöfn eru á blaði
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Missir af EM

Missir af EM
433Sport
Í gær

Sjáðu eldræðu Wenger í gær – „Ég er mjög á móti svona“

Sjáðu eldræðu Wenger í gær – „Ég er mjög á móti svona“
433Sport
Í gær

Skoðuðu þann möguleika að ráða Arteta til starfa

Skoðuðu þann möguleika að ráða Arteta til starfa