fbpx
Laugardagur 12.júlí 2025
433Sport

Staðfestir að Ari sé á förum – Kemur einhver í staðinn?

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 17. mars 2025 11:49

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það virðist fátt geta komið í veg fyrir að Ari Sigurpálsson yfirgefi Víking á allra næstunni og fari til sænska úrvalsdeildarliðsins Elfsborg.

Ari er lykilmaður hjá Víkingi en heldur nú utan eftir að hafa heillað hér heima. Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi, segir við Fótbolta.net að munnlegt samkomulag sé í höfn um kaupverð og að það sé verið að ganga frá smáatriðum.

Kári segir ekki víst hvort Ari verði leystur af hólmi í Víkinni en Kjartan Kári Halldórsson hefur til að mynda verið orðaður við félagið. Fótbolti.net greinir þó frá því í dag að hann sé búinn að framlengja samning sinn við FH um eitt ár, til loka árs 2027. Hann hafnaði þá að ganga í raðir Vals á dögunum.

„Það er eitthvað sem ég vil ekki vera tala um, hann er ekki hér svo það skiptir svo sem engu máli. En hann er auðvitað rosalega spennandi leikmaður, ég neita því ekki, mjög góður,“ segir Kári um Kjartan.

Þá sagði sparkspekingurinn Kristján Óli Sigurðsson um helgina að Elmar Kári Enesson Cogic, leikmaður nýliða Aftureldingar í Bestu deildinni, væri einnig á blaði. Kári segir hann hafa komið inn á blað í Víkinni, eins og sennilega hjá flestum félögum í Bestu deildinni.

Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var gestur í nýjasta þætti af Íþróttavikunni á 433.is og hrósaði Elmari einmitt í hástert þar og sagðist hlakka til að fylgjast með honum í deild þeirra bestu í sumar, en kappinn hefur slegið í gegn í Lengjudeildinni undanfarin ár.

„Ég er mjög spenntur. Hann, eins og margir aðrir í okkar liði, eru á frábærum aldri. Hann er 23 ára og enn að taka skrefið upp á við. Hann er mjög góður í dag og getur orðið ennþá betri. Hann veit það sjálfur og er að leggja mikla vinnu á sig til að verða betri. Ég er mjög spenntur að sjá hann spila í Bestu deildinni og er ekki í vafa um að hann muni standa sig vel,“ sagði Magnús í Íþróttavikunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Tevez orðinn yfirmaður knattspyrnumála

Tevez orðinn yfirmaður knattspyrnumála
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Eiga að vera spenntir fyrir manninum sem var með Mane, Duran og Ronaldo í vasanum

Eiga að vera spenntir fyrir manninum sem var með Mane, Duran og Ronaldo í vasanum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sveindís eftir leik: ,,Minn besti leikur kemur þegar það er ekkert undir“

Sveindís eftir leik: ,,Minn besti leikur kemur þegar það er ekkert undir“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Faðir Amöndu varpar sprengju eftir gærkvöldið

Faðir Amöndu varpar sprengju eftir gærkvöldið
433Sport
Í gær

Þetta hafði þjóðin að segja um kvöldið – „Þetta var hörmung frá A til Ö“

Þetta hafði þjóðin að segja um kvöldið – „Þetta var hörmung frá A til Ö“
433Sport
Í gær

Noregur vann Ísland í sjö marka leik

Noregur vann Ísland í sjö marka leik
433Sport
Í gær

Gætu misst þrjá lykilmenn ásamt því að skipta um stjóra

Gætu misst þrjá lykilmenn ásamt því að skipta um stjóra
433Sport
Í gær

Dæmdur í langt bann fyrir að veðja á yfir sex þúsund leiki á rúmlega einu ári

Dæmdur í langt bann fyrir að veðja á yfir sex þúsund leiki á rúmlega einu ári