fbpx
Miðvikudagur 22.október 2025
433Sport

Troels skrifar um Orra Stein í athyglisverðri grein – Gagnrýnir það hvernig Danirnir brugðust við

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 10. mars 2025 15:00

Orri Steinn ásamt umboðsmanni sínum, Magnúsi Agnari Magnússyni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danski blaðamaðurinn Troels Bager Thogersen gagnrýnir FC Kaupmannahöfn fyrir að bregðast ekki nógu vel við brotthvarfi Orra Steins Óskarssonar síðasta sumar.

Orri Steinn gekk í raðir Real Sociedad á Spáni á lokadegi félagaskiptagluggans síðasta sumar og telur Thogersen að FCK hafi hvorki styrkt sig nógu vel þá né nú í janúarglugganum til að takast á við brotthvarf íslenska markahróksins.

„Að selja Óskarsson rétt fyrir lok félagaskiptagluggans og að fá ekki nógu góða leikmenn í staðinn er að reynast dýrt. Við sjáum hversu dýrt í maí,“ skrifaði Thogersen í Tipsbladet í kjölfar þess að FCK missteig sig á heimavelli gegn Sönderjyske í gær og missti toppsætið til Midtjylland.

„Þeir veðjuðu á Andreas Cornelius og sóknarmenn eins og Armin Chiakha, Viktor Claesson og Jordan Larsson og það gæti kostað þá danska meistaratitilinn.“

Hinn tvítugi Orri Steinn var þegar kominn með fimm mörk í sex leikjum fyrir FCK í upphafi þessa tímabils áður en hann var seldur til Sociedad.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Krísa hjá Conte í Napoli – Hann telur að þetta gæti verið upphafið að slæmum tíma

Krísa hjá Conte í Napoli – Hann telur að þetta gæti verið upphafið að slæmum tíma
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Velta því upp hvort United og Real Madrid skiptist á leikmönnum í janúar

Velta því upp hvort United og Real Madrid skiptist á leikmönnum í janúar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hætt við leikinn í Bandaríkjunum – Margir öskureiðir yfir ákvörðuninni

Hætt við leikinn í Bandaríkjunum – Margir öskureiðir yfir ákvörðuninni
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ekki víst að leikurinn á Akureyri geti farið fram

Ekki víst að leikurinn á Akureyri geti farið fram
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sögusagnir um að Toney snúi aftur til London en fari nú í annað félag

Sögusagnir um að Toney snúi aftur til London en fari nú í annað félag
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Lést á dögunum og fjölskyldan er með áhugaverða kenningu – „Hugsanlegt að það hafi dregið hann til dauða“

Lést á dögunum og fjölskyldan er með áhugaverða kenningu – „Hugsanlegt að það hafi dregið hann til dauða“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Stefán varpar fram kenningu um furðulega tímasetningu á brottrekstri Halldórs – „Og þá er ákvörðunin tekin“

Stefán varpar fram kenningu um furðulega tímasetningu á brottrekstri Halldórs – „Og þá er ákvörðunin tekin“