fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
433Sport

Troels skrifar um Orra Stein í athyglisverðri grein – Gagnrýnir það hvernig Danirnir brugðust við

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 10. mars 2025 15:00

Orri Steinn ásamt umboðsmanni sínum, Magnúsi Agnari Magnússyni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danski blaðamaðurinn Troels Bager Thogersen gagnrýnir FC Kaupmannahöfn fyrir að bregðast ekki nógu vel við brotthvarfi Orra Steins Óskarssonar síðasta sumar.

Orri Steinn gekk í raðir Real Sociedad á Spáni á lokadegi félagaskiptagluggans síðasta sumar og telur Thogersen að FCK hafi hvorki styrkt sig nógu vel þá né nú í janúarglugganum til að takast á við brotthvarf íslenska markahróksins.

„Að selja Óskarsson rétt fyrir lok félagaskiptagluggans og að fá ekki nógu góða leikmenn í staðinn er að reynast dýrt. Við sjáum hversu dýrt í maí,“ skrifaði Thogersen í Tipsbladet í kjölfar þess að FCK missteig sig á heimavelli gegn Sönderjyske í gær og missti toppsætið til Midtjylland.

„Þeir veðjuðu á Andreas Cornelius og sóknarmenn eins og Armin Chiakha, Viktor Claesson og Jordan Larsson og það gæti kostað þá danska meistaratitilinn.“

Hinn tvítugi Orri Steinn var þegar kominn með fimm mörk í sex leikjum fyrir FCK í upphafi þessa tímabils áður en hann var seldur til Sociedad.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Haaland snýr aftur

Haaland snýr aftur
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Dökkt ský nálgast Garðabæ – „Þeim var seld einhver hugmynd, en þetta hefur bara ekki verið nógu gott“

Dökkt ský nálgast Garðabæ – „Þeim var seld einhver hugmynd, en þetta hefur bara ekki verið nógu gott“
433Sport
Í gær

Breyting á tveimur leikjum í Bestu deildinni

Breyting á tveimur leikjum í Bestu deildinni
433Sport
Í gær

Lykillinn að viðsnúningi á Hlíðarenda? – „Þetta er svolítið síðasti séns“

Lykillinn að viðsnúningi á Hlíðarenda? – „Þetta er svolítið síðasti séns“
433Sport
Í gær

KSÍ í samstarf við SÁÁ til að taka á spilavanda fólks

KSÍ í samstarf við SÁÁ til að taka á spilavanda fólks
433Sport
Í gær

Staðfesta að Xabi Alonso sé að hætta – Mun taka við Real Madrid

Staðfesta að Xabi Alonso sé að hætta – Mun taka við Real Madrid