fbpx
Þriðjudagur 21.október 2025
433Sport

Áhugaverð ummæli Amorim – „Ég veit ekki hvort ég verði hér“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 5. mars 2025 18:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ruben Amorim, stjóri Manchester United, er viss um að félagið muni snúa aftur til fyrri hæða en getur ekki lofað því að hann verði á svæðinu þegar það gerist.

Amorim tók við United síðla hausts af Erik ten Hag en hefur ekki tekist að snúa skelfilegu gengi liðsins við. United situr í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, er dottið úr báðum bikarkeppnum en bindur enn vonir við árangur í Evrópudeildinni.

„Ég veit ekki hvort ég verði hér en miðað við hvernig við erum að hugsa núna munun við snúa aftur og sigra í framtíðinni. Við erum að gera margt en við erum ekki að vinna leiki. Þegar það tekst ekki þarf stundum að skipta fólki út,“ sagði Amorim við blaðamenn í dag fyrir leikinn gegn Real Sociedad á morgun.

Sir Jim Ratcliffe tók við fótboltahlið reksturs United í sumar og hefur hann verið duglegur við að segja starfsfólki upp.

„Við erum að taka erfiðar ákvarðanir sem félag. Fólk hefur misst starf sitt en við erum að gera það sem þarf til að sigra í framtíðinni,“ sagði Amorim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Vekja athygli á góðri tölfræði Amorim

Vekja athygli á góðri tölfræði Amorim
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Örlög KR og Vestra ráðast í talsverðu frosti og snjókomu

Örlög KR og Vestra ráðast í talsverðu frosti og snjókomu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Klopp tjáir sig um harmleikinn í kringum Diogo Jota í sumar – „Ég sat þarna án þess að segja orð“

Klopp tjáir sig um harmleikinn í kringum Diogo Jota í sumar – „Ég sat þarna án þess að segja orð“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Uppljóstrar því hvaða veikleika Amorim vildi keyra á hjá Liverpool

Uppljóstrar því hvaða veikleika Amorim vildi keyra á hjá Liverpool
433Sport
Í gær

Flosi formaður tjáir sig um brottreksturinn – „Gengið og stemningin undanfarið ekki verið með þeim hætti sem Breiðablik vill standa fyrir“

Flosi formaður tjáir sig um brottreksturinn – „Gengið og stemningin undanfarið ekki verið með þeim hætti sem Breiðablik vill standa fyrir“
433Sport
Í gær

Breiðablik staðfestir brotthvarf Halldórs – Ólafur Ingi tekur við

Breiðablik staðfestir brotthvarf Halldórs – Ólafur Ingi tekur við