fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433Sport

Áfram hjá FH þrátt fyrir að tilboð frá Hlíðarenda hafi verið samþykkt

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 27. febrúar 2025 14:00

Mynd: FH

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kjartan Kári Halldórsson hafnaði því að ganga í raðir Vals og mun hann vera áfram hjá FH. Frá þessu sagði hann í samtali við Fótbolta.net.

Hinn 21 árs gamli Kjartan Kári er lykilmaður í liði FH og lék alla 27 leiki liðsins í Bestu deildinni í fyrra. Skoraði hann þar átta mörk og lagði upp sex.

Í vetur hefur hann verið orðaður við Val og Víking og samþykkti FH tilboð fyrrnefnda félagsins í hann.

„Það er auðvitað mjög gaman að fá áhuga frá öðrum liðum og það frá Val og Víking. Maður peppast að sjálfsögðu upp við það. En þetta varð síðan alvöru umhugsunarefni þegar Valur hafði fengið samþykkt tilboð í mig og mér var leyft að tala við Val. Það voru góð samtöl og samskipti en hjartað sagði mér að vera áfram í FH,“ sagði Kjartan við Fótbolta.net í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Dias framlengir samning sinn á Ethiad

Dias framlengir samning sinn á Ethiad
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Formaður og stjóri Palace í hár saman eftir að Eze var seldur – Guehi gæti farið á næstu dögum

Formaður og stjóri Palace í hár saman eftir að Eze var seldur – Guehi gæti farið á næstu dögum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Tilbúnir að borga það sem United vill en Antony er ekki sannfærður

Tilbúnir að borga það sem United vill en Antony er ekki sannfærður
433Sport
Í gær

Chelsea staðfestir sölu sem skilar vænum hagnaði – Spilaði bara einn leik

Chelsea staðfestir sölu sem skilar vænum hagnaði – Spilaði bara einn leik
433Sport
Í gær

Tíu ára gömul færsla Eze vekur athygli – Allt virtist vera á leið í skrúfuna en hann vissi betur

Tíu ára gömul færsla Eze vekur athygli – Allt virtist vera á leið í skrúfuna en hann vissi betur
433Sport
Í gær

Real Madrid vill kaupa enska landsliðsmanninn – Þurfa að selja Rodrygo til að fjármagna það

Real Madrid vill kaupa enska landsliðsmanninn – Þurfa að selja Rodrygo til að fjármagna það