fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

Er opinn fyrir því að snúa heim og Gamla konan hefur áhuga

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 24. febrúar 2025 11:34

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Juventus er á eftir Sandro Tonali, miðjumanni Newcastle, samkvæmt ítölskum miðlum.

Ítalska stórveldið er sagt vilja endurbyggja liðið sitt, sem hefur ekki staðist væntingar undanfarin ár.

Tonali þekkir ítalska boltann vel eftir veru hjá AC Milan og Brescia og gæti því reynst frábær kostur fyrir Juventus.

Liðið er í hörkubaráttu um að ná Meistaradeildarsæti á Ítalíu og þarf að takast það til að fá Tonali samkvæmt fréttunum frá Ítalíu.

Tonali gekk í raðir Newcastle frá Milan fyrir síðustu leiktíð en var eftirminnilega mest megnis frá í fyrra vegna banns sem hann fór í sökum brota á veðmálareglum.

Hann hefur spilað 24 leiki í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni en er sagður opinn fyrir því að fara aftur til Ítalíu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Stórsigur í vændum á Emirates?

Langskotið og dauðafærið – Stórsigur í vændum á Emirates?
433Sport
Í gær

Forsetinn biðlar til Real Madrid

Forsetinn biðlar til Real Madrid
433Sport
Í gær

Amorim gefst upp á Baleba og horfir norður í land

Amorim gefst upp á Baleba og horfir norður í land
433Sport
Í gær

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð
433Sport
Í gær

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl