fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Arnar ræðir kvöldið örlagaríka í Skotlandi þegar hann var rekinn – „Ég kem þar inn, hurðin lokast og Sigrún er fyrir utan“

433
Fimmtudaginn 13. febrúar 2025 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Grétarsson fyrrum þjálfari Vals ræðir uppsögn sína í áhugaverðu viðtali við Chess After Dark þar sem hann ræddi hvað gekk á síðasta sumar.

Arnar var rekinn á hóteli í Skotlandi síðasta sumar og fannst ekki vel staðið að uppsögn hans.

„Eftir leikinn, konan mín Sigrún var með í ferðinni en var á hóteli með stjórnarmönnum Vals fram að leik. Hún kemur með í rútunni upp á hótel eftir leik, svo erum við að labba inn. Hún ætlaði að vera lengur og ég eð fara heim daginn eftir, við förum inn í herbergi,“ segir Arnar þegar hann ræðir þetta örlagaríka kvöld í Skotlandi en liðið hafði þá tapað í Evrópu og dottið úr leik.

„Ég er að ræða við hana, ég ætla að tala við strákana og hvernig ég ætla að nálgast hlutina. Stutt í næsta leik, við erum að labba upp. Styrmir framkvæmdarstjóri kemur og biður mig að tala við sig, þá var herbergi sem við notuðum til funda. Ég kem þar inn, hurðin lokast og Sigrún er fyrir utan. Diddi (Fyrrum framkvæmdarstjóri) og Börkur (Þáverandi formaður) voru þar inni, það var mjög stutt. Ég hélt fyrst að það væri verið að ræða leikinn og tuða yfir því, það var sagt að þetta væri ekki að ganga,“ sagði Arnar um uppsögn sína.

„Það var ekkert við því að segja, á þeim tíma hvað ætlarðu að segja?“

Einhverjir voru á því að Valur hefði getað beðið með það reka Arnar þangað til heim væri komið.

„Þeir voru á því að þetta gæti ekki beðið, það er bara þeirra. Mér fannst þetta ekki skemmtilegt, maður hefur upplifað ýmislegt í fótbolta en þetta er með því leiðinlegasta. Börkur ætlaði að fara inn og tala við hópinn en konan mín sagði við hann hvort að ég ætti ekki að fá að gera það fyrst. Ég fór inn og þakkaði fyrir og óskaði þeim góðs gengis, við vorum á sama hótelinu. Ég talaði við þá og spurði hvort það væri ekki æskilegt að ég ferðaðist heim með konunni seinna, þeir græjuðu það.“

„Maður er ekki að væla og skæla, þetta er leiðinlegt fyrir fjölskylduna. Það var eflaust hægt að gera þetta betur, þeir tóku þessa ákvörðun.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Snýr aftur eftir tveggja ára bann frá fótbolta

Snýr aftur eftir tveggja ára bann frá fótbolta
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Rob Holding aftur á meðal Íslendinga í stúkunni um helgina – Hann og Sveindís ræða aldrei um fótbolta

Rob Holding aftur á meðal Íslendinga í stúkunni um helgina – Hann og Sveindís ræða aldrei um fótbolta
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fór frá Arsenal í fyrradag og var í dag ákærður fyrir fimm nauðganir og fleira til

Fór frá Arsenal í fyrradag og var í dag ákærður fyrir fimm nauðganir og fleira til
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Eigandinn veður í Þorstein Halldórsson og KSÍ – „Í þeirri veiku von að tapa ekki of miklum peningum“

Eigandinn veður í Þorstein Halldórsson og KSÍ – „Í þeirri veiku von að tapa ekki of miklum peningum“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ræðir líðan íslensku leikmannanna á miðvikudag – „Við erum bara manneskjur með tilfinningar“

Ræðir líðan íslensku leikmannanna á miðvikudag – „Við erum bara manneskjur með tilfinningar“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“
433Sport
Í gær

David endar á Ítalíu

David endar á Ítalíu
433Sport
Í gær

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu