fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

Tómas Þór ómyrkur í máli um vinnubrögðin – „Eitthvað það aumingjalegasta sem ég hef séð“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 10. febrúar 2025 08:42

Tómas þór.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti athygli fyrir helgi þegar fréttir bárust af því að Arnór Sigurðsson hefði ekki verið valinn í hópinn hjá enska B-deildarliðinu Blackburn fyrir átökin á seinni hluta tímabils.

Íslenski landsliðsmaðurinn hefur verið að glíma við meiðsli en snýr brátt aftur. Blackburn tjáði honum tíðindin eftir að félagaskiptaglugganum í helstu deildum Evrópu hafði verið skellt í lás. Arnór var sleginn eftir að hafa fengið fréttirnar.

Getty Images

„Fyrst og fremst finnst mér það bara óheiðar­legt hjá félaginu, hvernig þeir gera þetta. Ég hef alltaf verið fag­maður í þessu, alltaf gefið mig allt mitt í þetta fyrir félagið en síðan ákveða þeir að gera þetta svona. Bíða eftir að félag­skipta­glugginn lokar og til­kynna mér þetta svo. Þeir setja mig í ómögu­lega stöðu. Ég er að renna út á samning eftir tíma­bilið og er búinn að vera meiddur. Það er kannski auðvelt að henda manni burt þegar að maður ætlar ekki að endur­semja,“ sagði Arnór meðal annars við Vísi á föstudag.

Þetta var tekið fyrir í útvarpsþættinum Fótbolta.net á X-inu um helgina. Þar voru vinnubrögð Blackburn gagnrýnd harðlega.

„Í staðinn fyrir að þakka honum fyrir góð störf í janúar og leyfa honum að finna sér nýtt lið. Þetta er eitthvað það aumingjalegasta sem ég hef séð, ekkert smá döpur framkoma,“ sagði Tómas Þór Þórðarson þar.

„Þetta hljómar eins og þetta sé hugsunarleysi og fúsk hjá þeim. Það virðist vera að þegar að átti að skila inn leikmannahópnum eftir janúargluggann hafi þeir bara fattað að það væri ekki pláss fyrir alla mennina,“ sagði Elvar Geir Magnússon þá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Stórsigur í vændum á Emirates?

Langskotið og dauðafærið – Stórsigur í vændum á Emirates?
433Sport
Í gær

Forsetinn biðlar til Real Madrid

Forsetinn biðlar til Real Madrid
433Sport
Í gær

Amorim gefst upp á Baleba og horfir norður í land

Amorim gefst upp á Baleba og horfir norður í land
433Sport
Í gær

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð
433Sport
Í gær

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl