fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
433Sport

Segir að deildin muni hjálpa Ronaldo að ná þúsund mörkum

Victor Pálsson
Sunnudaginn 19. janúar 2025 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Deildin í Sádi Arabíu mun hjálpa Cristiano Ronaldo að skora þúsund mörk á knattspyrnuferlinum að sögn Tomasz Kuszczack, fyrrum liðsfélaga Portúgalans.

Pólverjinn var með Ronaldo hjá Manchester United á sínum tíma en hann hefur nú lagt skóna á hilluna.

Ronaldo þyrfti að spila í allt að tvö eða þrjú ár til viðbótar til að ná þúsund mörkum en hann er kominn yfir 900 marka múrinn.

,,Það er allt hægt, hann þarf samt að skora mörg mörk. Það er gott að vera með markmið,“ sagði Kuszczak.

,,Ég þekki hann og ef hann nær einu markmiði þá mun hann setja annað. Við getum séð það að hann er einn besti leikmaður sögunnar.“

,,Þetta er mögulegt, af hverju ekki? Hann virkar í standi. Hann er 39 ára gamall og deildin sem hann spilar í gerir þetta að möguleika.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Einn sá launahæsti í heimi fær samningi sínum í Sádí rift

Einn sá launahæsti í heimi fær samningi sínum í Sádí rift
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sjáðu myndböndin – Leikmenn Liverpool á snekkju að kveðja Trent í Dubai

Sjáðu myndböndin – Leikmenn Liverpool á snekkju að kveðja Trent í Dubai
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Viðræður um Cunha ganga virkilega vel

Viðræður um Cunha ganga virkilega vel
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Breytingar á leikjum í Bestu deildinni

Breytingar á leikjum í Bestu deildinni
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þetta eru bestu menn Bestu deildarinnar hingað til ef rýnt er í gögnin – Fengið harða gagnrýni en eiga flesta á topp tíu

Þetta eru bestu menn Bestu deildarinnar hingað til ef rýnt er í gögnin – Fengið harða gagnrýni en eiga flesta á topp tíu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Lét ótrúleg ummæli um getnaðarlim sinn falla eftir að hafa misst yfir 60 kíló

Lét ótrúleg ummæli um getnaðarlim sinn falla eftir að hafa misst yfir 60 kíló