ÍBV fer beint upp í Bestu deild karla þrátt fyrir jafntefli gegn Leikni í lokaumferð deildarinnar í dag.
Öll liðin spiluðu klukkan 14:00 en Fjölnir hefði farið upp en liðið missteig sig gegn Keflavík á sama tíma.
Fjölnir fékk 4-0 skell gegn Keflvíkingum sem enda í öðru sæti deildarinnar með 38 stig, stigi á eftir ÍBV.
ÍBV fagnar sigri með 39 stig en Fjölnir fer í umspil með 37 stig. Afturelding og ÍR munu einnig spila í umspilinu.
Njarðvík gerði jafntefli við Grindavík og náði því ekki fimmta sætinu sem fer þess í stað til ÍR.