fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

Íslandsmeistararnir sagðir á eftir Stefáni Inga

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 2. desember 2024 18:30

Mynd/ Helgi Viðar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslandsmeistarar Breiðabliks hafa áhuga á Stefáni Inga Sigurðarsyni samkvæmt sparkspekingnum Kristjáni Óla Sigurðssyni í Þungavigtinni.

Stefán fór frá Blikum út í atvinnumennsku fyrir um einu og hálfu ári síðan, þá til Patro Eisden í Belgíu. Í sumar gekk hann svo í raðir Sandefjörd í norsku úrvalsdeildinni. Hann er samningsbundinn þar í þrjú ár til viðbótar.

„Ég var að heyra að hann væri á radarnum en hann er samningsbundinn í Noregi, svo það þarf að rífa upp veskið,“ sagði Kristján í þætti dagsins af Þungavigtinni.

„Það er sennilega draumur þeirra að Ísak (Snær Þorvaldsson) komi heim en þetta er væntanlega „back-up“ planið. Þeir taka þá varla báða.

Stefán skoraði 4 mörk í Noregi og getur skorað svona 30 mörk í Bestu deildinni ef hann væri í Breiðabliki eða Víkingi.“

Blikar hafa þegað fengið þá Óla Val Ómarsson, Valgeir Valgeirsson og Ágúst Orra Þorsteinsson í vetur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Stórsigur í vændum á Emirates?

Langskotið og dauðafærið – Stórsigur í vændum á Emirates?
433Sport
Í gær

Forsetinn biðlar til Real Madrid

Forsetinn biðlar til Real Madrid
433Sport
Í gær

Amorim gefst upp á Baleba og horfir norður í land

Amorim gefst upp á Baleba og horfir norður í land
433Sport
Í gær

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð
433Sport
Í gær

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl