fbpx
Mánudagur 27.október 2025
433Sport

Adam: „Mér finnst umræðan um Val oft svolítið skrýtin“

433
Sunnudaginn 24. nóvember 2024 12:30

Mynd: Perugia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Adam Ægir Pálsson, leikmaður Perugia á Ítalíu á láni frá Val, var í áhugaverðu spjalli í nýjasta þætti af Íþróttavikunni á 433.is og var þar farið um víðan völl.

Sem fyrr segir er Adam samningsbundinn Val og hann fylgdist vel með sínum mönnum eftir að hann hélt til Ítalíu um mitt sumar.

„Ég horfi auðvitað á alla leiki hjá Val. Auðvitað var þetta upp og niður en stundum er erfitt að spila leiki þegar þú veist hvernig niðurstaðan á sumrinu verður. Það er lítið að marka suma af þessum leikjum. En þeir sýndu á móti ÍA í síðasta leiknum að það er gríðarlegt efni þarna,“ sagði Adam en í þeim leik vann Valur stórsigur og tryggði Evrópusæti.

video
play-sharp-fill

„Mér finnst umræðan um Val oft svolítið skrýtin, eins og það sé allt í fokki. En stundum er þetta svona, ég held að á næsta ári komum við enn sterkari til baka. Ég hef ekki trú á að það verði miklar breytingar. Við erum með gríðarlega góðan hóp og ef eitthvað er verður bara bætt í og vonandi verður Valur mættur aftur á toppinn sem fyrst.“

Adam var í viðtalinu einnig spurður út í eigin framtíð en sem stendur veit hann ekki hvort hann snúi aftur til Vals að lánsdvöl hjá Perugia lokinni næsta sumar. Honum stendur til boða að vera áfram á Ítalíu að sögn.

„Ég tek bara einn dag í einu og þarf fyrst að sjá hvaða möguleiki er bestur fyrir mig. Að einhverju leyti er ég orðinn smá þreyttur á að vera ekki lykilmaður í einhverju liði. En þeir hafa alltaf sagt við mig að þeir sjái mig sem leikmann Perugia til lengri tíma. Ég verð að taka ákvörðun þegar nær dregur en eins og staðan er er ég gríðarlega sáttur.“

Viðtalið í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sonur Ferguson rekinn úr starfi

Sonur Ferguson rekinn úr starfi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Matthías lýsir erfiðri ákvörðun fyrir nokkrum árum – „Það var ekki allt í lagi í kringum liðið“

Matthías lýsir erfiðri ákvörðun fyrir nokkrum árum – „Það var ekki allt í lagi í kringum liðið“
433Sport
Í gær

Slot viðurkennir að hann finni ekki svarið – Lið vita nú um veikleika þeirra

Slot viðurkennir að hann finni ekki svarið – Lið vita nú um veikleika þeirra
433Sport
Í gær

Veltu fyrir sér næstu skrefum Halldórs – „Ég held að það sé augljós kostur“

Veltu fyrir sér næstu skrefum Halldórs – „Ég held að það sé augljós kostur“
433Sport
Í gær

Fagnaði fertugsafmælinu í Dubai

Fagnaði fertugsafmælinu í Dubai
433Sport
Í gær

Gunnar hissa á umræðunni í kringum Hlíðarenda – „Eins og menn séu að mæta og heilsa upp á konuna þína“

Gunnar hissa á umræðunni í kringum Hlíðarenda – „Eins og menn séu að mæta og heilsa upp á konuna þína“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Bruno ræðir rosalega tilboðið frá Sádí Arabíu opinskátt – Ræddi við konu sína sem spurði að þessu

Bruno ræðir rosalega tilboðið frá Sádí Arabíu opinskátt – Ræddi við konu sína sem spurði að þessu
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fréttamenn RÚV furða sig á fjaðrafokinu í vikunni – „Sorglegt og lélegt, þetta á ekkert að gerast“

Fréttamenn RÚV furða sig á fjaðrafokinu í vikunni – „Sorglegt og lélegt, þetta á ekkert að gerast“
Hide picture