Frank Lampard og Ruud van Nistelrooy eru báðir að berjast um starfið hjá Coventry í næst efstu deild á Englandi.
Nistelrooy var rekinn úr starfi hjá Manchester United í síðustu viku.
Hann var ráðinn aðstoðarþjálfari hjá United síðasta sumar og stýrði liðinu svo tímabundið eftir að Erik ten Hag var rekinn.
Ruben Amorim vildi hins vegar ekki halda Nistelrooy í starfi. Hann og Lampard eru báðir á blaði Coventry.
Mark Robins var rekinn úr starfi hjá Coventry á dögunum en það gæti hugsast að fleiri verði teknir í viðtal hjá félaginu.