Forráðamenn Arsenal eru að skoða það að kaupa sér framherja og gæti það orðið strax í janúar ef Mikel Arteta fær að ráða.
Rudy Galetti blaðamaður segir að Arsenal sé að skoða nú Dusan Vlahovic framherja Juventus.
Vlahovic hefur reglulega verið orðaður við Arsenal og gæti verið kostur fyrir liðið.
Vlahovic er öflugur framherji frá Serbíu sem hefur átt ágætis tíma hjá Juventus.
Benjamin Sesko og fleiri eru orðaðir við Arsenal en búast má við að félagið skoði kosti sína áður en glugginn opnar í janúar.