Samkvæmt frétt Telegraph verður lítið sem ekkert til hjá Manchester United til að eyða í leikmenn í janúar. Ruben Amorim þarf að vinna með það sem til er.
Amorim stýrði sinni fyrstu æfingu hjá United í dag eftir að hafa fengið atvinnuleyfi.
Telegraph segir að United hafi eytt tæplega 200 milljónum punda í leikmenn í sumar og FFP reglurnar komi í veg fyrir frekari eyðslu.
Í frétt Telegraph segir að forráðamenn United horfi til þess að Amorim geti kveikt í Rasmus Hojlund og Mason Mount.
Báðir voru keyptir til félagsins af Erik ten Hag fyrir einu og hálfu ári en hvorugur hefur fundið sig. Hojlund hefur ekki náð að raða inn mörkum og Mount verið mikið meiddur.