fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
433Sport

Real notar öll helstu brögðin til að klófesta Trent frítt frá Liverpool

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 8. október 2024 14:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Real Madrid er farið að beita öllum brögðum til þess að klófesta Trent Alexander-Arnold frítt næsta sumar.

Jude Bellingham er stærsta beitan sem Real notar en Jude og Trent eru bestu vinir í enska landsliðinu.

Trent þekkir þetta hlutverk því fyrir tveimur árum síðan var hann mikið í því að reyna að sannfæra Bellingham um að koma til Real Madrid.

Segir í enskum blöðum að Trent og Jordan Henderson hafi ítrekað reynt að sannfæra Bellingham þegar enska landsliðið kom saman.

Bellingham valdi Real Madrid og nú er hann komin í það hlutverk að sannfæra Trent um að koma.

Real notar svo annað þekkt bragð og segir Trent að félagið geti ekki keypt en hann fái veglegan launapakka ef hann komi frítt.

Samningur Trent rennur út næsta sumar en þetta bragð hefur Real oft notað og virkaði vel í sumar þegar Kylian Mbappe kom frá PSG.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina