fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Real notar öll helstu brögðin til að klófesta Trent frítt frá Liverpool

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 8. október 2024 14:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Real Madrid er farið að beita öllum brögðum til þess að klófesta Trent Alexander-Arnold frítt næsta sumar.

Jude Bellingham er stærsta beitan sem Real notar en Jude og Trent eru bestu vinir í enska landsliðinu.

Trent þekkir þetta hlutverk því fyrir tveimur árum síðan var hann mikið í því að reyna að sannfæra Bellingham um að koma til Real Madrid.

Segir í enskum blöðum að Trent og Jordan Henderson hafi ítrekað reynt að sannfæra Bellingham þegar enska landsliðið kom saman.

Bellingham valdi Real Madrid og nú er hann komin í það hlutverk að sannfæra Trent um að koma.

Real notar svo annað þekkt bragð og segir Trent að félagið geti ekki keypt en hann fái veglegan launapakka ef hann komi frítt.

Samningur Trent rennur út næsta sumar en þetta bragð hefur Real oft notað og virkaði vel í sumar þegar Kylian Mbappe kom frá PSG.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sú fegursta heldur til Bandaríkjanna – Hefur barist gegn kynferðislegum athugasemdum

Sú fegursta heldur til Bandaríkjanna – Hefur barist gegn kynferðislegum athugasemdum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

United gerir ekki ráð fyrir því að Bruno fari á næstu dögum

United gerir ekki ráð fyrir því að Bruno fari á næstu dögum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Vilja enska landsliðsmanninn til að fylla skarð Eze

Vilja enska landsliðsmanninn til að fylla skarð Eze
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ronaldo og félagar vonast til að skáka United

Ronaldo og félagar vonast til að skáka United
433Sport
Í gær

Skytturnar vilja enn einn leikmanninn

Skytturnar vilja enn einn leikmanninn
433Sport
Í gær

Guðlaugur Victor aftur til Danmerkur

Guðlaugur Victor aftur til Danmerkur