fbpx
Þriðjudagur 20.maí 2025
433Sport

Milljarðamæringur rekinn úr starfi og sleikti sárin á Íslandi – Gisti á hóteli þar sem nóttin kostar vel yfir 200 þúsund krónur

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 7. október 2024 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Daniele De Rossi fyrrum knattspyrnumaður á fleiri milljarða eftir magnaðan feril sinn en hann var rekinn úr starfi á dögunum.

De Rossi var þjálfari Roma þar sem hann átti magnaðan feril en hann var rekinn úr starfi á dögunum.

Til að sleikja sárin fór De Rossi í ferðalag til Íslands ásamt eiginkonu sinni Sarah Felberbaum.

De Rossi og frú fóru að því er virðist víða um land en De Rossi leigði sér meðal annars glæsilegan Toyota Land Crusier bifreið sem hann keyrði um landið.

De Rossi og frú eyddu nokkrum dögum hér á landi eftir að hann var rekinn úr starfi.

Parið birtir myndir af sér að kyssast við góðan foss og svo virðast þau hafa skellt sér í Jökulsárlón auk þess að skoða fræga flugvél sem margir túristar heimsækja.

Parið virðist hafa gist á Retreat hótelinu við Bláa lónið en um er að ræða líklega glæsilegasta hótel landsins.

Nóttin kostar aldrei undir 200 þúsund krónur miðað við skoðun blaðamanns en þá er um að ræða ódýrasta herbergið, það verður að teljast líklegt að De Rossi hafi splæst í eitt af betri herbergjum hótelsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Mamman pirruð á að enginn ræði neitt nema útlit dóttur sinnar

Mamman pirruð á að enginn ræði neitt nema útlit dóttur sinnar
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Tom Brady og félagar sparka 15 leikmönnum út – Willum og Alfons verða áfram

Tom Brady og félagar sparka 15 leikmönnum út – Willum og Alfons verða áfram
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Óveðurský yfir Akranesi – Velta því fyrir sér hvort Jón Þór þurfi að óttast um starf sitt

Óveðurský yfir Akranesi – Velta því fyrir sér hvort Jón Þór þurfi að óttast um starf sitt
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Umboðsmaður Klopp slekkur í nýjustu kjaftasögunum

Umboðsmaður Klopp slekkur í nýjustu kjaftasögunum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fullyrt að fyrstu kaup United í sumar komi strax eftir helgi

Fullyrt að fyrstu kaup United í sumar komi strax eftir helgi
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ten Hag eftirsóttur og stór klúbbur bætist í hópinn

Ten Hag eftirsóttur og stór klúbbur bætist í hópinn