fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

Martröðinni er lokið

Victor Pálsson
Laugardaginn 5. október 2024 10:30

Pogba bræður.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Paul Pogba hefur tjáð sig eftir ákvörðun sem var tekin í gær en leikbann hans var þá stytt í 18 mánuði.

Pogba var dæmdur í fjögurra ára bann fyrir notkun á sterum en nú er ljóst að hann fær að snúa aftur á völlinn á næsta ári.

Um er að ræða 31 árs gamlan miðjumann sem á að baki fjölmarga leiki fyrir franska landsliðið og er í dag á mála hjá Juventus.

Pogba ákvað að áfrýja þessu banni sem tókst að lokum en útlit er fyrir að hann fái spilatíma hjá Juventus á næstu leiktíð.

,,Loksins er þessari martröð lokið. Ég hlakka til þess að geta elt drauminn á ný,“ sagði Pogba á meðal annars.

,,Ég hef alltaf sagt það að ég hafi ekki brotið lögin viljandi. Að taka þetta lyf var ákvörðun tekin í sameiningu með mínu læknateymi.“

Pogba tók lyf sem kallast dehydroepiandrosterone eða DHEA en hann var dæmdur í fjögurra ára bann í september árið 2023 en verður nú klár í slaginn í mars á næsta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Stórsigur í vændum á Emirates?

Langskotið og dauðafærið – Stórsigur í vændum á Emirates?
433Sport
Í gær

Forsetinn biðlar til Real Madrid

Forsetinn biðlar til Real Madrid
433Sport
Í gær

Amorim gefst upp á Baleba og horfir norður í land

Amorim gefst upp á Baleba og horfir norður í land
433Sport
Í gær

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð
433Sport
Í gær

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl