fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Kai Havertz gerir allt brjálað með ummælum sínum frá því í gær

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 2. október 2024 18:00

Kai Havertz. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kai Havertz sóknarmaður Arsenal gerði stuðningsmenn Chelsea brjálaði í gærkvöldi með ummælum sínum sem hann lét falla eftir leik Arsenal og PSG.

Havertz var á skotskónum í sigri Arsenal á PSG í Meistaradeildinni og á hann sér þann draum að vinna keppnina með Arsenal.

Havertz þekkir það að vinna Meistaradeildina en hann afrekaði það með Chelsea árið 2021 þar sem hann skoraði sigurmark leiksins gegn Manchester City.

„Að vinna Meistaradeildina er ljúf tilfinning, það væri enn betra að ná að gera það með Arsenal,“ sagði Havertz.

„Það væri miklu mikilvægara fyrir mig.“

Stuðningsmenn Chelsea eru ekkert sérstaklega sáttir með þessi ummæli Havertz. „Að skora næst mikilvægasta mark í sögu Chelsea en ert samt hataður af öllum stuðningsmönnum félagsins, það segir ýmislegt um hversu ömurlegur karakter Havertz er,“ segir einn.

Fleiri taka í sama streng en Havertz er á sínu öðru tímabili hjá Arsenal eftir að félagið keypti hann frá Chelsea.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Á leið í dönsku úrvalsdeildina fyrir sjö milljónir evra eftir langa dvöl á Englandi

Á leið í dönsku úrvalsdeildina fyrir sjö milljónir evra eftir langa dvöl á Englandi
433Sport
Í gær

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu