fbpx
Miðvikudagur 22.október 2025
433Sport

Glaumgosi sem var hjá Liverpool líklega á leið í grjótið

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 12. september 2024 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Djibril Cisse fyrrum framherji Liverpool er á leið í fangelsi að öllu óbreyttu, hann á að hafa svikið undan skatti í Frakklandi.

Cisse var í tvö ár hjá Liverpool og skoraði 24 mörk í 82 leikjum áður en hann fór til Marseille árið 2006.

Cisse er 43 ára gamall en hann lék einnig með Sunderland og QPR. Í dag starfar hann sem plötusnúður og sérfræðingur í sjónvarpi.

Saksóknari sagði dómsal á miðvikudag að hann vildi senda Cisse í fangelsi í eitt ár og sekta hann um 100 þúsund evrur.

Í dómsal kom fram að Cisse hefði svikið 500 þúsund evrur undan skatti en dómur verður kveðinn upp 13 nóvember.

Cisse var litríkur karakter á vellinum og hefur haldið því áfram utan vallar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Er orðinn verulega efins um verkefnið sem er í gangi og horfir í kringum sig

Er orðinn verulega efins um verkefnið sem er í gangi og horfir í kringum sig
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Tvö félög í Bestu deildinni sögð horfa í Vesturbæinn

Tvö félög í Bestu deildinni sögð horfa í Vesturbæinn
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Svona var staðan á Akureyri að morgni leikdags í Evrópukeppni

Svona var staðan á Akureyri að morgni leikdags í Evrópukeppni
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Carragher kominn með nóg af þessu á Englandi – Stjóri í deildinni segir umræðuna hrokafulla

Carragher kominn með nóg af þessu á Englandi – Stjóri í deildinni segir umræðuna hrokafulla
433Sport
Í gær

17 ára gamall Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni – Stórliðin flest með sigra

17 ára gamall Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni – Stórliðin flest með sigra
433Sport
Í gær

Elvar segir lætin milli Þorláks og Guðmundar hafa haldið áfram eftir að slökkt var á myndavélunum

Elvar segir lætin milli Þorláks og Guðmundar hafa haldið áfram eftir að slökkt var á myndavélunum