fbpx
Miðvikudagur 22.október 2025
433Sport

Albert á leið til landsins og svarar til saka – Mikill fjöldi vitna verður kallaður til

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 10. september 2024 13:39

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Albert Guðmundsson framherji Fiorentina á Ítalíu og íslenska landsliðsins er væntanlegur til landsins og verður við aðalmeðferð í máli gegn sér á fimmtudag. Vísir.is segir frá.

Albert er sakaður um að hafa brotið kynferðislega á konu hér á landi fyrir rúmu ári síðan.

Samkvæmt heimildum Vísis mun aðalmeferð málsins taka tvo daga og segir að mörg vitni verði kölluð fyrir dóminn. Réttarhöldin eru lokuð almenningi.

Sérstaka athygli vekur að málið er hvergi að finna í auglýstri dagskrá dómstólsins sem er afar óvenjulegt.

Ung kona kærði Albert til lögreglu fyrir kynferðisbrot sumarið 2023. Eftir að rannsókn lögreglu lauk var málið sent til héraðssaksóknara. Í febrúar á þessu ári ákvað héraðssaksóknari að fella málið niður. Sú ákvörðun var kærð til ríkissaksóknara sem felldi hana úr gildi og lagði fyrir héraðssaksóknara að ákæra í málinu.

Albert hefur neitað sök í málinu en á meðan málið er í ferli banna reglur KSÍ honum að spila fyrir íslenska landsliðið.

Albert gekk í raðir Fiorentina í sumar á láni frá Genoa en Fiorentina getur keypt Albert næsta sumar og er talið að það muni á endanum ganga í gegn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Stefán varpar fram kenningu um furðulega tímasetningu á brottrekstri Halldórs – „Og þá er ákvörðunin tekin“

Stefán varpar fram kenningu um furðulega tímasetningu á brottrekstri Halldórs – „Og þá er ákvörðunin tekin“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Aðeins Lamine Yamal og Ansu Fati voru yngri en Viktor Bjarki

Aðeins Lamine Yamal og Ansu Fati voru yngri en Viktor Bjarki
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Viktor Bjarki einlægur eftir magnað augnablik – „Ég hef aldrei upplifað neitt þessu líkt“

Viktor Bjarki einlægur eftir magnað augnablik – „Ég hef aldrei upplifað neitt þessu líkt“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum
Kompany krotar undir
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sjáðu mark Íslendingsins unga í Meistaradeildinni í kvöld

Sjáðu mark Íslendingsins unga í Meistaradeildinni í kvöld
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

17 ára gamall Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni – Stórliðin flest með sigra

17 ára gamall Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni – Stórliðin flest með sigra
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Emil Pálsson ráðinn til Blika

Emil Pálsson ráðinn til Blika
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu

Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu
433Sport
Í gær

Guardiola með slæmar fréttir af Rodri

Guardiola með slæmar fréttir af Rodri
433Sport
Í gær

Skuldahali Barcelona opinberaður – Skulda fyrir leikmenn sem þeir eru búnir að selja

Skuldahali Barcelona opinberaður – Skulda fyrir leikmenn sem þeir eru búnir að selja