

Ivan Toney framherji Al-Ahli í Sádí Arabíu mun þéna 403 þúsund pund á viku þar í landi en hann skrifaði undir á föstudag.
Toney fær 74 milljónir inn á bankabók sína í hverri viku enda borga menn engan skatt í Sádí Arabíu.
Ef Toney ætlaði að fá þessi laun útborguð á Englandi þyrfti félag að reiða fram 800 þúsund pund á viku.
Toney er 28 ára gamall enskur landsliðsmaður en hann beið fram á síðasta dag með það að fara til Sádí Arabíu.
Ekkert lið á Englandi setti seðlana á borðið og reyndi að kaupa Toney, því tók hann skrefið í seðlana í Sádí.