Það furða sig margir á því að Cole Palmer leikmaður Chelsea hafi ekki fengið að snerta bolta til þessa á Evrópumótinu.
Gareth Southgate er í vandræðum með enska liðið og virðist ekki finna réttu blönduna til að fá liðið í gang.
Palmer átti frábært tímabil með Chelsea en hefur ekki komið við sögu.
Þetta vakti furðu í gær þegar enska liðið var máttlaust sóknarlega gegn Dönum og gerðar voru þrjár breytingar, áfram sat Palmer á bekknum.
Eftir leikinn tók Southgate í hönd Palmer sem hafði þó engan áhuga á að horfa í augu hans eins og sjá má hér að neðan.
Cole Palmer doesn’t even look at Southgate as he embraces Palmer pic.twitter.com/39Vv6FkdnH
— Ed 🇮🇹 (Fan) (@TheMarescaEra) June 20, 2024