fbpx
Þriðjudagur 21.október 2025
433Sport

Farþegum brugðið eftir að vél þurfti að nauðlenda – Förinni aflýst

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 28. maí 2024 10:01

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flugvél með spænska knattspyrnuliðið Cadiz innanborðs þurfti að nauðlenda vegna vélarbilunnar í gær. Átti liðið að ferðast til El Salvador en hefur förinni verið aflýst.

Cadiz lék í efstu deild Spánar, La Liga, á leiktíðinni sem er að klárast en féll þaðan. Var liðið á leið til El Salvardor að mæta landsliðinu þar í leik til heiðurs hinum 66 ára gamla Jorge Gonzalez, sem er þaðan og er einnig goðsögn hjá Cadiz. Er hann af mörgum talinn besti leikmaður í sögu félagsins.

Vélin átti að fara í loftið í gærmorgun en var fluginu seinkað til um 21 í gærkvöldi. Skömmu eftir brottför frá Jerez flugvelli nauðlenti vélin í Sevilla vegna vélarbilunar. Því var hætt við ferðina í bili.

Forseti Cadiz, Manuel Vizcaino, segir leikmenn hafa verið í sjokki.

„Þetta var óhugnanlegt. Nú verðum við að fara aftur til Cadiz en við viljum endilega finna nýja dagsetningu með vinum okkar í El Salvador,“ segir hann jafnframt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Uppljóstrar því hvaða veikleika Amorim vildi keyra á hjá Liverpool

Uppljóstrar því hvaða veikleika Amorim vildi keyra á hjá Liverpool
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

ÞÞÞ valinn bestur í þriðja sinn

ÞÞÞ valinn bestur í þriðja sinn
433Sport
Í gær

Sögusagnir um að stórtíðinda sé að vænta úr Kópavogi í dag

Sögusagnir um að stórtíðinda sé að vænta úr Kópavogi í dag
433Sport
Í gær

Leikmaður United opnar sig um hvernig liðið nýtti sér þessa veikleika Liverpool í gær

Leikmaður United opnar sig um hvernig liðið nýtti sér þessa veikleika Liverpool í gær