fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Rifjar upp óþægilegustu bílferð ævinnar: Sögðu ekki orð á leiðinni – ,,Hvað í andskotanum ertu að gera?“

433
Sunnudaginn 19. maí 2024 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Portúgalinn Nani upplifði heldur betur óþægilegt augnablik er hann lék með Manchester United í ensku úrvalsdeildinni.

Nani klikkaði á vítaspyrnu í leik við Fulham árið 2011 en hann átti upphaflega ekki að taka spyrnuna heldur Ryan Giggs.

Nani vildi þó fá sénsinn á punktinum án leyfis frá þjálfara liðsins, Sir Alex Ferguson, sem var bálreiður eftir lokaflautið.

Nani hafði lofað því að keyra Ferguson heim eftir leikinn og var bílferðin svo sannarlega óþægileg til að byrja með.

,,Giggs stóð þarna og hélt á boltanum, ég tók hann til hliðar og tók boltann af honum því ég vildi taka vítið,“ sagði Nani.

,,Ég klikkaði á spyrnunni, Guð minn góður. Leiknum lauk með 2-2 jafntefli, við hefðum unnið 3-2 ef ég hefði bara skorað.“

,,Ferguson öskraði á Giggs eftir leik: ‘Með alla þessa reynslu, hvað í andskotanum ertu að gera? Af hverju ertu að leyfa honum að taka vítið?’

,,Stuttu seinna snýr Ferguson sér að mér og segir að ég muni aldrei fá að taka víti aftur. Tveimur mínútum síðar vorum við saman í mínum bíl og horfðum á veginn, við sögðum ekki orð.“

Ferguson var þó ekki lengi að fyrirgefa Portúgalanum og var blóðheitur eftir lokaflautið.

,,Ég baðst svo afsökunar á vítaspyrnunni og hann sagði að það væri í lagi, að ég ætti að sparka fasta í hornspyrnum en að allt væri í góðu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Margir steinhissa þegar þeir sáu hver leiddi liðið út á völl – Sjáðu hvað gerðist um helgina

Margir steinhissa þegar þeir sáu hver leiddi liðið út á völl – Sjáðu hvað gerðist um helgina
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ten Hag gæti selt sama leikmann og hann gerði hjá United

Ten Hag gæti selt sama leikmann og hann gerði hjá United
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Chelsea þarf að selja til að komast í gegnum reglur UEFA

Chelsea þarf að selja til að komast í gegnum reglur UEFA
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hefur engan áhuga á því að fara frá United í sumar

Hefur engan áhuga á því að fara frá United í sumar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Beckham reynir að kaupa landsliðsmann Argentínu til að hjálpa til

Beckham reynir að kaupa landsliðsmann Argentínu til að hjálpa til
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þetta er upphæðin sem Chelsea vill fá frá Arsenal fyrir Madueke

Þetta er upphæðin sem Chelsea vill fá frá Arsenal fyrir Madueke
433Sport
Í gær

Gyokeres til að í að gefa eftir 285 milljónir til að komast til Arsenal

Gyokeres til að í að gefa eftir 285 milljónir til að komast til Arsenal
433Sport
Í gær

Rooney nælir sér í 130 milljónir

Rooney nælir sér í 130 milljónir