fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Af hverju var hann valinn í landsliðið? – ,,Engill og öllum líkar við hann“

Victor Pálsson
Laugardaginn 18. maí 2024 22:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Didier Deschamps landsliðsþjálfari Frakklands hefur valið hóp liðsins sem mun spila á EM í Þýskalandi í sumar.

Ein ákvörðun Deschamps kom verulega á óvart en hann valdi miðjumanninn N’Golo Kante í hópinn.

Kante hefur ekki verið valinn í síðustu verkefni Frakklands en hann er 32 ára gamall og leikur í Sádi Arabíu.

Búist var við að Kante myndi ekki fá tækifæri á EM að þessu sinni en Deschamps hefur ákveðið að treysta á reynsluboltann.

Kante hefur glímt við þónokkur meiðsli undanfarin ár en hann gerði garðinn frægan sem leikmaður Leicester og svo Chelsea.

Deschamps hefur nú útskýrt af hverju hann ákvað að gefa Kante tækifærið á nýjan leik.

,,Hann hefur spilað heilt tímabil, svo sannarlega ekki í Evrópu en hann er búinn að ná sér að fullu líkamlega,“ sagði Deschamps.

,,Við getum rætt um deildina í Sádi Arabíu og styrk hennar en hann hefur spilað yfir 4000 mínútur á tímabilinu, það eru meira en 40 leikir. Hann er engill og öllum líkar við hann.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Myndband af nýjustu stjörnu Liverpool er högg í maga stuðningsmanna United – Hafnaði United í fyrra og valdi Anfield

Myndband af nýjustu stjörnu Liverpool er högg í maga stuðningsmanna United – Hafnaði United í fyrra og valdi Anfield
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Heimsfrægur en tókst að fara huldu höfði í dulargervi í gær

Heimsfrægur en tókst að fara huldu höfði í dulargervi í gær
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sú fegursta heldur til Bandaríkjanna – Hefur barist gegn kynferðislegum athugasemdum

Sú fegursta heldur til Bandaríkjanna – Hefur barist gegn kynferðislegum athugasemdum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

United gerir ekki ráð fyrir því að Bruno fari á næstu dögum

United gerir ekki ráð fyrir því að Bruno fari á næstu dögum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Haukur boðaður á fund lögreglu en sögur um kæru ekki réttar – „Við erum að bíða eftir þessu öllu saman“

Haukur boðaður á fund lögreglu en sögur um kæru ekki réttar – „Við erum að bíða eftir þessu öllu saman“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Örvar skaut Stjörnunni í titilbaráttu á meðan KR daðrar við falldrauginn

Örvar skaut Stjörnunni í titilbaráttu á meðan KR daðrar við falldrauginn
433Sport
Í gær

Vilja enska landsliðsmanninn til að fylla skarð Eze

Vilja enska landsliðsmanninn til að fylla skarð Eze
433Sport
Í gær

Ronaldo og félagar vonast til að skáka United

Ronaldo og félagar vonast til að skáka United