Hollendingar hafa opinberað hóp sinn fyrir Evrópumótið í Þýskalandi í sumar.
Ronald Koeman velur áhugaverðan hóp einhver stór nöfn eru útundan.
Má þar nefna Jurrien Timber, leikmann Arsenal. Timber er að stíga upp úr meiðslum og ákveður Koeman ekki að velja hann.
Þá er Joshua Zirkzee, spennandi leikmaður Bologna, ekki í hópnum.
Hópinn sem Koeman ætlar með til Þýskalands í næsta mánuði má sjá hér að neðan.