Presnel Kimpembe varnarmaður PSG og franska landsliðsins hefur ekki getað spilað fótbolta í meira en 400 daga eftir að hafa slitið hásin.
Yfirleitt halda slík meiðsli leikmanni frá vellinum í nokkra mánuði en franski varnarmaðurinn hefur nú verið frá í meira en ár.
Kimpembe byrjaði að æfa í nóvember en var fljótlega aftur sendur í aðgerð.
Hann birti á dögunum mynd af stöðunni en þá er búið að hefa hælinn saman í von um að laga hlutina fyrr en síðar.
Kimpembe mun missa af Evrópumótinu í sumar með Frökkum en hann hefur reynst PSG vel síðustu ár.