fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

Stuðningsmenn United margir að fá nóg – Skila inn miðum fyrir leik kvöldsins

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 24. apríl 2024 12:12

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stuðningsmenn Manchester United virðast vera að fá algjörlega nóg af því hvernig spilamennska liðsins hefur verið á tímabilinu.

Þannig hefur fjöldi ársmiðahafa skilað inn miða sínum fyrir kvöldið þegar United tekur á móti Sheffield United.

Oftast nær er uppselt á Old Trafford en ekki er búist við því í kvöld, Naumur sigur gegn Coventry í bikarnum á sunnudag hefur ýtt undir óánægju stuðningsmanna.

Þannig sendi félagið út tölvupóst í gær um það að fjöldi miða væri kominn í almenna sölu eftir að ársmiðahafar létu vita að þeir myndu ekki nýta miðann sinn.

Starf Erik ten Hag sem stjóra liðsins er í mikilli hættu og er búist við því að hann verði rekinn beint eftir tímabilið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Stórsigur í vændum á Emirates?

Langskotið og dauðafærið – Stórsigur í vændum á Emirates?
433Sport
Í gær

Forsetinn biðlar til Real Madrid

Forsetinn biðlar til Real Madrid
433Sport
Í gær

Amorim gefst upp á Baleba og horfir norður í land

Amorim gefst upp á Baleba og horfir norður í land
433Sport
Í gær

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð
433Sport
Í gær

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl