fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

Frábær tíðindi fyrir Villa – Sjá hann sem sinn Sir Alex Ferguson

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 23. apríl 2024 10:17

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Unai Emery hefur samþykkt að skrifa undir nýjan samning við Aston Villa sem gildir til ársins 2027. David Ornstein á The Athletic segir frá þessu.

Þetta eru frábærar fréttir fyrir Villa en stjórinn hefur snúið gengi liðsins við frá því hann tók við á fyrri hluta síðustu leiktíðar.

Villa var í vandræðum í neðri hluta ensku úrvalsdeildarinnar þegar Emery tók við en nú er liðið á góðri leið með að ná Meistaradeildarsæti og er komið í undanúrslit Sambandsdeildarinnar.

Félagið hefur ekki staðfest tíðindin en Ornstein er almennt ansi áreiðanlegur. Hann segir eigendur Villa sjá Emery, sem áður hefur stýrt liðum eins og Arsenal og PSG, sem sinn eigin Sir Alex Ferguson sem var við stjórnvölinn hjá Manchester United í 27 ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Stórsigur í vændum á Emirates?

Langskotið og dauðafærið – Stórsigur í vændum á Emirates?
433Sport
Í gær

Forsetinn biðlar til Real Madrid

Forsetinn biðlar til Real Madrid
433Sport
Í gær

Amorim gefst upp á Baleba og horfir norður í land

Amorim gefst upp á Baleba og horfir norður í land
433Sport
Í gær

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð
433Sport
Í gær

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl