fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

Staðfestir að hann hafi rætt við vandræðagemsa vikunnar – ,,Þeir þurfa að skilja reglurnar“

Victor Pálsson
Laugardaginn 20. apríl 2024 10:30

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mauricio Pochettino, stjóri Chelsea, segir að hann hafi rætt við leikmenn liðsins eftir óþarfa atvik sem átti sér stað á mánudag.

Leikmenn Chelsea rifust þá um hver fengi að taka vítaspyrnu gegn Everton en það fyrrnefnda vann sannfærandi 6-0 sigur.

Noni Madueke og Nicolas Jackson vildu fá að taka spyrnuna sem var dæmd en vítaspyrnuskytta Chelsea, Cole Palmer, steig að sjálfsögðu á punktinn.

Madueke og Jackson voru pirraðir í kjölfarið en Palmer skoraði af öryggi og kom boltanum í netið í fjórða sinn í leiknum.

,,Við töluðum mikið saman eftir mánudaginn, við höfum æft vítaspyrnur og rætt saman,“ sagði Pochettino léttur.

,,Við þurfum að halda áfram sama striki, við þurfum að vera sniðugir. Þetta eru klókir strákar og þeir skilja stöðuna.“

,,Þessir leikmenn þurfa að skilja reglurnar og virða þær.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Stórsigur í vændum á Emirates?

Langskotið og dauðafærið – Stórsigur í vændum á Emirates?
433Sport
Í gær

Forsetinn biðlar til Real Madrid

Forsetinn biðlar til Real Madrid
433Sport
Í gær

Amorim gefst upp á Baleba og horfir norður í land

Amorim gefst upp á Baleba og horfir norður í land
433Sport
Í gær

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð
433Sport
Í gær

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl