fbpx
Þriðjudagur 28.október 2025
433Sport

Pressan mikil á þremur liðum í þriðju umferð

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 18. apríl 2024 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pressan verður alsráðandi í Bestu deild karla annað kvöld þegar stigalaust lið Stjörnunnar tekur á móti Val í Bestu deild karla í Garðabænum.

Stjarnan hefur tapað fyrstu tveimur leikjum sumarsins sannfærandi en Valur er með fjögur stig. Slök frammistaða liðsins gegn Fylki var hins vegar áhyggjuefni og liðið með pressu á sér þegar það fer í Garðabæinn.

Sú staða gæti komið upp ef illa fer að Valur sé fimm stigum á eftir toppliði deildarinnar sem væru vonbrigði eftir þrjá umferðir. Það verður fróðlegt að sjá hvernig þessi lið mæta til leiks en bæði hafa nokkuð að sanna.

Pressan verður svo líklega hvergi meiri en á liði KA sem tekur á móti Vestra á sunnudag, þriðji heimaleikurinn í þriðju umferð og krafan er á sigur. Liðið gerði jafntefli við HK og tapaði gegn FH.

Hallgrímur Jónasson þjálfari KA er vafalítið meðvitaður um pressuna sem er á honum þegar nýliðar Vestra heimsækja Akureyri, Vestri hefur fengið á sig sex mörk og ekki enn skorað í deildinni. Liðið er án stiga.

Stærsti leikur umferðarinnar fer fram á sunnudag þegar Breiðablik heimsækir Víking, þar verður pressa á liðunum en öðruvísi. Bæði lið eru með fullt hús stiga og því er enginn heimsendir þó leikurinn tapist.

3 umferð Bestu deildarinnar:
Stjarnan – Valur
HK – FH
KR – Fram
KA – Vestri
ÍA – Fylkir
Víkingur – Breiðablik

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Barcelona leiðir kapphlaupið um táning en fær samkeppni frá Englandi

Barcelona leiðir kapphlaupið um táning en fær samkeppni frá Englandi
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Valur staðfestir að Túfa sé hættur sem þjálfari liðsins – Haukur Páll og Kjartan hætta einnig

Valur staðfestir að Túfa sé hættur sem þjálfari liðsins – Haukur Páll og Kjartan hætta einnig
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fær ekki sparkið þó stuðningsmenn séu öskuillir

Fær ekki sparkið þó stuðningsmenn séu öskuillir
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum
Rekinn eftir dapurt gengi
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þungt högg fyrir De Bruyne og Napoli

Þungt högg fyrir De Bruyne og Napoli
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fær traustið áfram þrátt fyrir hörmulega byrjun

Fær traustið áfram þrátt fyrir hörmulega byrjun