Gylfi Þór Sigurðsson er búinn að skora sitt fyrsta deildarmark fyrir Val sem spilar nú gegn ÍA í Bestu deildinni.
Gylfi var að koma Val í 2-0 í seinni hálfleik en miðjumaðurinn kláraði færi sitt nokkuð vel innan teigs.
Aron Jóhannsson lagði upp markið á Gylfa sem er að spila sinn fyrsta leik í efstu deild á Íslandi.
Patrick Pedersen hafði skorað fyrra mark Vals í fyrri hálfleik en leikið er á Hlíðarenda.
Danska markavélin er komin með 100 mörk í efstu deild sem er virkilega flottur árangur.