Diego Costa framherjinn geðþekki frá Brasilíu hefur fundið sér nýtt félag og samið við Gremio í Brasilíu.
Þetta gerir Costa nokkrum vikum eftir að hafa rift samningi sínum við Botafogo þar sem hann stoppaði aðeins í fjóra mánuði.
Gremio verður tólfta félagið sem Costa leikur með á ferli sínum en hann hefur flakkað mikið síðustu ár.
Framherjinn hefur eitthvað misst töfrana því hann hefur aðeins skorað ellefu mörk í síðustu 66 leikjum sínum.
Costa átti frábær ár hjá Atletico Madrid og Chelsea en hann lék með Wolves á Englandi á síðustu leiktíð.